þriðjudagur, október 24, 2006

Fullur Sjór

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Já, það hefur ansi mikið vatn runnið til sjávar síðan í síðasta bloggi, eiginlega svo mikið að sjávarmálið hefur hækkað svo mikið að eyjar út um allt eru sokknar og ég þar með búinn að gleyma hvað gerðist á þeim. Enn eitthvað hlít ég að getað böllað. Nú, ég er sum sé búinn með skólann og skotland, í bili allavega. Útskrifaðist með Diploma í audio engineering og er nú fær í flestann sjó allavega(þrátt fyrir allt vatnið sem rann í hann). Ég er sum sé kominn aftur í myrkrið og kuldann á íslandi, heyrðu og hvað er þetta? eru þið ekki að grínast? Hvað er með þennan kulda hér? Ok ef ég hefði lent og það væri 30 stiga hiti, sól og allir í bikiníi þá væru náttúrulega soldil vonbrygði að koma til lands sem heitir ísland. Þá þyrfti að byrja að markaðsetja landið upp á nýtt, þið vitið bláa lónið þyrfti að vera kallt, með tilheyrandi kostnaði, það þyrfti að skýra landið upp á nýtt, kanski örbylgjuland, eða Kol land. Nei ok þessi nöfn eru hálf vandræðaleg og kanski bara eins gott að sætta sig við helvítis kulið. Allavega ég er sum sé kominn aftur og skellti mér inn landganginn og beint á airwaves. Það var sussum ágætt, margt betra enn annað þar og að sama skapi margt verra enn hitt. Margt sem ég skil ekki við þessa hátíð, hvurs lags meðferð er þetta t.d. á íslenskum böndum? Meðan mis léileg erlend bönd eru trítuð eins og kóngar þá mega sum klakabönd þola þann skít að fá ekki einu sinni passa fyrir meðlimi á hátíðina. Ekki fá þau borgað, nema kanski einn bjórmiða... á meðan eru erlendu böndin keyrð fram og til baka á kostnað hátíðarhaldara og allt borgað undir boruna á þeim. Jæja nóg um það, ég er sum sé ekki mjög hrifinn af þessari framkomu sem þessir blessuðu menn, sem láta mann jú borga hátt í 8000, viðhafa við íslenskættuð bönd. Nú það sem þeir nota til að réttlæta þetta er að á hátíðinni séu útsendarar frá plötufyrirtækjum sem séu með vasa fulla af Gulli tilbúnir að henda í allt þetta hæfileikafólk hér. Enn hvað hefur gerst? ég bara spyr? eru þið búin að sjá marga meika það eftir að hafa spilað á loftbylgjunni? Ekki ég....
Allavega það sem hefur á mína daga drifið er margt og mikið síðan ég asnaðist til að blogga síðast, fékk geðveika íbúð í glaskó og lifði eins og kóngur, missti hana og svaf á sófa í mánuð hjá bekkjarfélögum meðan reynt var að hnýta enda saman. Enn svo ákvað ég að skella mér aftur á klakann... æji ég eiginlega nenni ekki að blogga meira hehe... kanski að ég komi með eitthvað hressara næst, og kanski eftir ekki eins langan tíma
Gleði og glaumur
klakapilsið

mánudagur, júní 12, 2006

jájá blogg já

Eitthvaًð til aًð missa vatniًð yfir

yea i´m ni dead yet... still hangin in the scottish hobo society
já það er mikið búið að ganga á hér hjá skotapilsunum...
Einn daginn var þrumuveður og það varð einn fyrir þrumu... fótboltagaur einhver.. enn það kemur sussum ekkert á óvart það eru 90% líkur að skoti sem verður fyrir eldingu sé fótboltamaður þar sem eiginlega allir hér eru gagnteknir af tuðrusparki. Þó sjaldgjæft sé að sjá þá í pilsunum á vellinum... því miður.. eða kanski sem betur fer..
Svo er búið að vera svoleiðis steik hér síðustu vikur að ég lít út eins og ristaðbrauð með tómatsósu... öss... enn það reddast. Nú erum við kominn í öll stúdíoin og mar er að mixa á deskum sem kosta jah þónokkra tugi milla... jájá mar sættir sig ekki við neitt slor..
Fór á klakann í korter um daginn, í brúðkaup hjá Júlla félaga.. magnað stöff, þau komu öllum á óvart og höfðu það ásatrúarbrúðkaup sem varð til þess að ég er kominn niður í bein á handabökunum yfir því að hafa ekki tekið með myndavél... þetta var allveg stórkostleg skemmtun og gaman að hitta allt þetta fólk, innlent sem kanalent.
já mar er svona fullur af upplýsingum að ég finn ekkert meira til að röfla um.. kanski líða færri ár í næsta blogg hjá mér... sjáum til, og bæ ðe vei ef einhver er sár yfir því að ég heilsaði ekki upp á þá á þessu korteri, farið þá í röð... því miður gat ég ekki gert neitt nema verið fullur í brúðkaupi og edrú í barnaafmæli sem var mjög gaman líka... svo var hoppað beit yfir atland og beint í próf þannig að úff þetta var ansi strembið enn allt gekk vel og allir kátir allavega ég og hinn persónuleikinn minn
au revoir
ps
Ekki hika við að betla óskalög með kamp knox á rás 2 svona nú snúum bökum saman og gerum uppreisn... þá vil ég taka það fram að þessi persóna sem er að kasta skít á netinu á hinum ýmsu bloggsíðum á íslandi hefur ekkert með hljómsveitina Kamp Knox að gera... hefur bara áttað sig á þessu frábæra nafni og tekið upp á því að nota það...
og ef þið sjáið Bjarkar son gefið honum koss frá mér.. enn verið í skotheltu vesti
tjá
Andskotapilsið

laugardagur, mars 04, 2006

Good Times

Eitthvaًð til aًð missa vatniًð yfir
Já kanski kominn tími til að blogga, svona fyrst að mar er jú á lífi...
Mikið búið að ganga á hér í Glasgow síðann síðast, Kamp Knox (annað nafn yfir óheppnasta band í bransanum) kom yfir, vængbrotin þó þar sem einn meðlimur komst ekki því miður.
Við æfðum í 6 tíma á föstudeginum og uppskárum blöðrur og eitt nýtt lag, virkilega gaman. Svo var bara tekið því rólega, étið og svona... á laugardeginum áttum við bókað gigg á stað hér og æfðum í 3 tíma þetta líka rosalega program, lögin öll tekin í gegn og rokkuð upp og mikið stuð sett í græurnar. Nú svo þegar við vorum að pakka saman og tilbúnir í lætin, þá fékk ég sms um að hljóðkerfið á staðnum hefði brætt úr sér og öllum tónleikum aflíst!! jamm svona gengur það.. enn við ákváðum að slá þessu upp í kæruleisi og duttum í það... jamm good times... svo var það sunnudagurinn... við áttum bókað gigg á stað sem heitir The Goat.. nú við töltum þangað með græurnar, þegar við komum inn og hentum inn mögnurunum sem við höfðum leigt varð hljóðmaðurinn gráhærður á núlleinni og tilkynnti okkur þetta ætti að vera órafmagnað gigg... hmm... jæja við náðum að semja við hann að hafa þetta svona semi-accustic og róuðum hann niður með því að lýsa því að við ætluðum bara að taka svona rólegheitar chill out gigg. Nú svo stígum við á svið og í fyrsta laginu, í miðri setningu hjá Jóa deyr mækinn hans... og ég kláraði línunna, svo slitnaði bassaólin mín,, sem er með lás ... á ekki að vera hægt!!! enn við héldum bara haus og spiluðum áfram, enda að verða orðin öllu vön!! Nú í salnum voru víst meðlimir Belle and Sebastian og skemmtu sér vel... sem er jákvætt. Jæja svo fórum við upp í SAE og tókum upp eitt lag, til að gera lengri sögu styttri þá bilaði talkbackið í studioinu á yfirnáttúrulegan hátt... greinilega hefur studioið áttað sig á því að óheppnasta bandið var mætt og ákveðið að leggja sitt af mörkum í þá hrakfallasögu... enn Lagið kláraðist og er auðvitað hrein snilld eins og allt sem við gerum hehe... Þetta er ekki allt... enn ég bara hreinlega nenni ekki að tala um allt sem gekk á afturfótunum hjá okkur, enda var þessi helgi/vika alveg sérlega skemmtileg.
Af mér er svo að frétta að við erum komin í fyrsta stúdioið og nú er gaman... próf framundan og svona mikil vinna í þessu og svo þarf mar náttúrulega að skrá sig inn á næturklúbbana endrum og sinnum.
Meira síðar
gleðigleði
tsjá

laugardagur, janúar 07, 2006

Flugeldalaust skotland

Eitthvað til aًð missa vatniًð yfir

Jú jólin hér í Glasgow voru með rólegra móti hjá undirrituðum.
Ég keypti ýmislegt góðgæti til að búa til almennilegann jólamat, þar sem ég átti piparsteik í frystinum þá ákvað ég að láta það verða part af veislunni. Ég keypti líka þetta fína Chile rauðvín á ótrúlegu verði og stefndi nú allt í rosa veislu.
Nú svo kom að eldamennskunni.., hún tók alveg 2 tíma og ég tilbúinn að borða piparsteik með rauðvínssósu og brúnuðum kartöflum ásamt fullt af dýrindis grænmeti og hrísgrjónum.
Þá kom í ljós að piparsteikin mín var ekkert annað enn piprað nautabuff!!! úff.. vonbrigði... enn bragðaðist samt bara vel með rauðvínssósunni og brúnkunum. Svo opnaði ég rauðvínið sem var þá ekki einu sinni með korktappa heldur skrúfutappa eins og á standard vodka fleig!! enn jæja það bragðaðist vel og maturinn fór bara vel í kútinn..
Svo var mér boðið í dýrindis mat hjá Bigga, konu og barni og var það toppurinn á jólunum þetta skiptið. Svo var bara sofið og slappað vel af fram að áramótum.
Það var ansi magnað kvöld, mikið tekið á í glasaliftingum og svo lög sungin yfir gítarspil bæði inn í stofu og inn á klósetti... hmm... Svo var haldið niðrí bæ, þar kom nú í ljós að allir staðir voru kúgfullir og ekki séns að komast inn!! nú þurftum við að leggja toppstykkið í vökva, þá hittum við nokkra krakka sem voru á heimleið af Art school café og fengum við afrifurnar af miðunum þeirra til að reynað svindla okkur inn.. ég fór fyrstur og það gekk svo kom Svenni og hann rann inn líka og Biggi, enn greiið óli var stoppaður og okkur Bigga hent út í kjölfarið... þá tóku við langar samningaviðræður sem enduðu með því að við mútuðum dyravörðunum til að komast inn hehe.. Svo héldum við áfram að æfa okkur í glasaliftingunum og var bara hörku stuð..
Núna er skólinn svo byrjaður aftur og er hann alveg í fjórða gír þannig að það er eins gott að farað leggjast í lærdóm.
Gleðilegt nýtt ár allir og takk fyrir eitthvað gamalt
Cheeríó

þriðjudagur, desember 13, 2005

Glasgójólahjól

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Fór á tónleika með Arab Strap um daginn.. til að gera langa sögu stutta þá voru þetta bara einir bestu tónleikar sem ég hef farið á. Fyrir utan það að framarlega við sviðið var einhver vandaður skoti "taking a piss" á Moffat söngvara... Hann gekk svo langt að hóta að býða eftir söngvaranum við útganginn og lemja hann þar... okkar maður stóð sig með prýði í að höndla þetta og stoppaði sjóvið í smá stund meðan nokkur ve valin orð voru látin flakka.. Svo var kauða hent út.. Meðal annars kom þetta gullkorn frá Moffat: " honestly, who pays 12 pounds for a show and then just takes a piss at the band? It sounds to me like buying a pizza and have a shit on it before you eat it!" Já gott fólk ég hélt ég myndi missa vitið úr hlátri...
Annars er að frétta héðan úr Glasgow að heimamenn hafa yfirgefið skotgrafirnar, í bili allavega.
Ég er byrjaður í aðal áfanga námsins sem er audio engineering og er það ekkert smá stökk..
Þetta er eins og að fara úr barnaskóla beint yfir í háskóla.. úff hvað það er mikið meira að læra núna.. enn samt allt gaman auðvitað
Svo er að koma jólafrí og verðum um Glasgow jól að ræða hjá mér í þetta sinnið...
jæja tími fyrir draumaheima
cheers
Gummi

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Take a shit on your pizza and eat it afterwards

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Já blessaðir Skotarnir, það verður ekki upp á þá logið!
Nokkru eftir að ég skilaði mér aftur af klakanum þá verður mér talsvert brugðið þegar líða tekur á laugardags eftirmiðdag.. Jú það eru bara sprengingar og læti út um allt.. nú ég hætti mér út til að kynna mér hvað um væri að ske. Ég hnippti í einn alskoskann og spurði: what eee what the hell is going on? og hann sagði mér alla söguna. Nú, fyrir 200 árum eða svo þá tók einn vitleysingurinn hér upp á því að reyna að sprengja einhverja mikilvæga byggingu (jú sko hann var að tala rammskosku þannig að ég náði ekki öllum díteilum skiljiði) Enn áður enn honum tókst ætlunarverkið þá höfðu laganna verðir hendur í lubba hans og fleygðu honum innan um sementið. Ok .. skiljiði.. En AF HVERJU.. hvaða.. hverjum dettur í hug að halda upp á þessi tímamót og það með þessum hætti.. Þetta var eins og meðal gamlárskvöld um 00 leitið á íslandi!! Svo voru menn uppáklæddir í þjóðbúninginn, Kelts og allt, vantaði bara sekkjapípurnar á þá.. Svo er það annað, skotar eiga við einhver ofbeldisvandamál að stríða hér í Glasgow og hefur hún nú ekkert sérstaklega gott orð á sér.. hmm.. hvert væri nú fyrsta skrefið í að sporna við því.. hmmm... kanski að hætta að hafa HNÍF sem hluta af búningnum!!
Jæja nú er verkefna og próftörnin senn á enda, er bara að reyna að ljúka við síðasta verkefnið, klára það í þessari viku, svo tekur aðal dæmið við audio engineering.. get ekki beðið..
Senn líður líka að Stebba, hann rekur hingað á land á föstudag... þá verður glatt á hjalla...
Cheers

þriðjudagur, nóvember 08, 2005

Sprengjur til að fagna sprengju!?!

Eitthvað til að missa vatnið yfir

Klakinn, blessaður klakinn.. hann tók á móti mér með blindbil.. já kaldar kveðjur það, enn ég tók það nú ekkert sérstaklega persónulega í þettað skiptið, af flugvellinum skutlaði pápi mér beint upp á rás 2 í viðtal hjá Guðna Má sem gekk bara nokkuð vel. Svo var haldið af stað í snatt út um allan bæ ásamt hljómsveitinni, svo beint á æfingu og svo spilerí á Sirkús um kvöldið. Haukur, Heimir og félagar voru svo yndælir að lána okkur húsaskjól og rafmagn,þann daginn, til að æfa fyrir helgina. Sirkús.. Sigga er snillingur og vildi allt fyrir okkur gera, svo spiluðum við yfir ansi athyglisverðum viðbrögðum gesta. Við hituðum upp fyrir hina mögnuðu Björk Guðmundsdóttur, sem þeytti skífum á eftir okkur. Hún ætti kanski að renna aftur yfir Mannleg samskipti 101 bara svona til að fúnkera í íslensku þjóðfélagi. Annars spilaði hún fína músík um kvöldið, milli þess sem hún ýtti öllum í kringum sig frá, þvi enginn má vera í vegi fyrir drottningunni. Svo voru launin tekin út á sirkus til ca 1, haldið heim í föðurhús og draumaheima vitjað... til svona 10. Svo tóku við tónleikar í Smekkleysu, gallerý humar og frægð. Þar afrerkuðum við það að spila fyrir fleiri gínur enn mannfólk.. og verð ég að segja að þær eru bara mjög góðir hlustendur. Svo tóku við tónleikar í kaffi Hljómalind. Þar tókum við upp á því að lækka ansi mikið í okkur og djassa prógrammið mikið.. þetta var bara svei mér þá allveg magnað.. gæti vel hugsað mér að taka fullt af svona settum, þó svo að klakafólk hefði mátt fjölmenna aðeins betur þangað. Þá fórum við að hengja upp plagöt og flæera, svona síðasti séns fyrir útgáfu tónleikanna daginn eftir. Þá rifjaði ég upp smá svefn, vaknaði og haldið var á æfingu.. nú auðvitað fór rafmagnið í afingahúsnæðinu, enn þó bara okkar meginn á ganginum, bara svona í tilefni stress okkar fyrir útgáfusettið. nú Siggi á gauknum tók vel í skæl okkar og hleypti okkur inn á Gaukinn til að æfa , af sannri manngæsku, og er sá mæti snillingur kominn í okkar bækur sem meistari. Tónleikarnir gengu vel fyrir sig og vorum við bara nokk sátt, enn þreytt. Eitt atriði verð ég þó að nefna.. þessir svo kölluðu vinir mínir í decode, þar sem ég er skráður látinn, já þið vitið hver þið eruð... ekki sáuð þið ykkur fært að njóta kvöldsins með okkur fyrir utan náttúrulega Stebba meistara og Kötlu SNILLING, sem gæddu staðinn ljósi og gleði ... og flassi..
Þetta skal ég muna þegar þið haldið útgáfutónleika!!
Svo var haldið aftur til skotapilsa á þriðjudeginum´. Í flugrútunni, til víkur kefla, var enginn annar en uppáhalds íslendingurinn okkar, já, Bobby Fisher,you know,you know,you know, þetta sagði hann yfir þúsund sinnum á þessari stuttu ferð, milli þess sem hann skrafaði um samsæri cia, fbi, og samstarf þeirra við íslensku lögregluna, sem voru náttúrulega allir að fylgjast með Bobby. Já það er eins gott að eftirlitið með kallinnum er svona gott, annars væri hálf jörðin atvinnulaus!!!
ekki meira nöldur í bili
skál!

maximilius